
Jón Steinar tók þessar myndir af Bergey VE 44 þar sem hún lónaði fyrir utan Grindavík í gærmorgun.
Áhöfnin var að þrífa áður en komið var í land en aflinn hjá var fullfermi um 75 tonn. Uppistaðan var ýsa um 46 tonn, 15 tonn ufsi og minna af öðru.
Bergey hét áður Bergur VE 44 en upprunalega Bergey VE 144.



Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution