
Dragnótabáturinn Hafdís SK 4 frá Sauðárkróki kemur hér að bryggju á Húsavík fyrir helgi en það er Fisk Seafood ehf. sem gerir hann út.
Hafdís SK 4 hét áður Gunnar Bjarnason SH 122 frá Ólafsvík og var báturinn smíðaður í Kína árið 2001.
Upphaflega bar hann nafnið Rúna RE 150, síðar Ósk KE 5 og því næst Gunnar Bjarnason SH 122.
Það var svo í byrjun febrúar á þessu ári sem báturinn fékk nafnið Hafdís SK 4.
Báturinn var skutlengdur um 2,5 metra í Skipavík í Stykkishólmi og mælist hann nú 100 brl./ 122 BT að stærð.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution