
Helgi SH 210 frá Ólafsvík hét áður Sumrungur SH 210 og var smíðaður árið 2014.
Á vefnum aba.is segir að báturinn sé skráður hjá Siglingastofnun sem sameiginleg smíði Seiglu ehf. og Sumrungs sf. og má ætla að fyrrnefnda fyrirtækið hafi séð um skrokk og yfirbyggingu úr trefjaplasti en það síðara um frágang vélbúnaðar og rafmagns.
Sumrungur var með heimahöfn. í Stykkishólmi en báturinn, sem gerður er út af Suðurtanga ehf., hefur borið núverandi nafn frá árinu 2020.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution