Garðey SF 22

1759. Garðey SF 22 ex Lasiry. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Garðey SF 22 er hér á toginu um árið en hún var keypt frá Danmörku og kom til heimahafnar á Hornafirði í lok janúarmánaðar árið 1987.

Það var Garðey hf. sem keypti bátinn sem var 117 brl. að stærð og smíðaður í Hvide Sand í Danmörku árið 1982.

Garðey var seld Vísi hf. í Grindavík í febrúarmánuði árið 1991 og fékk báturinn nafnið Fjölnir GK 157.

Fjölnir GK 157 var seldur til Svíþjóðar í lok sumars 1994.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd