Borgin ÞH 70

2494. Borgin ÞH 70 ex Garðar ÍS 225. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2015.

Borgin ÞH 70  hét upphaflega Jakob Valgeir ÍS 84 frá Bolungarvík og var smíðaður árið 2000 fyrir Hrönn ehf. í Bátastöðinni Knörr á Akranesi.

Í janúar árið 2005 fékk báturinn nafnið Guðný ÍS 84 og síðar Bensi EA 125, Bensi ÍS 225 og Garðar ÍS 225. 

Báturinn fékk nafnið Borgin ÞH 70 veturinn 2015 eftir að Hjalti Hálfdánarson eignaðist hann í skiptum fyrir Þingey ÞH 51 og um sumarið var hann seldur til Kópaskers.

Þar fékk hann nafnið Helga Sæm ÞH 70 sem hann ber enn þann dag í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd