SH Vega kom til Húsavíkur

IMO 9895252. SH Vega. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025.

Skemmtiferðaskipið SH Vega kom til Húsavíkur nú undir kvöld og lagðist að Bökugarði.

SH Vega siglir undir fána Panama með heimahöfn í Panamaborg.

Skipið var smíðað í Helsinki í Finnlandi árið 2022 og mælist 10,617 GT að stærð. Lengd þess er 113 metrar og breiddin 24 metrar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd