IMO 9895252. SH Vega. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Skemmtiferðaskipið SH Vega kom til Húsavíkur nú undir kvöld og lagðist að Bökugarði. SH Vega siglir undir fána Panama með heimahöfn í Panamaborg. Skipið var smíðað í Helsinki í Finnlandi árið 2022 og mælist 10,617 GT að stærð. Lengd þess er 113 metrar og breiddin 24 metrar. … Halda áfram að lesa SH Vega kom til Húsavíkur
Day: 5. júní, 2025
Skálafell ÁR 50
100. Skálafell ÁR 50 ex Haförn SK 17. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2002. Skálafell ÁR 50, sem hér sést koma til hafnar í Reykjavík, fór í brotjárn árið 2014 en það var smíðað árið 1959. Smíðin fór fram í Noregi en báturinn var smíðaður fyrir Fáskrúðsfirðinga og fékk hann nafnið Hoffell SU 80. Síðar hét hann … Halda áfram að lesa Skálafell ÁR 50

