Eldeyjar Boði GK 24

971. Eldeyjar Boði GK 24 ex Boði GK 24. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Eldeyjar Boði GK 24 hét upphaflega Guðrún Guðleifsdóttir ÍS 102 og var smíðaður fyrir Miðfell hf. í Hnífsdal árið 1965. 

Smíðin fór fram í skipasmíðastöðinni V.e.b Elbewerft í Boizenburg í A-Þýskalandi. Báturinn var sá fjórði sem kom í fyrri seríunni sem taldi tíu báta en alls voru þeir átján sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd