Kristinn HU 812

2860. Kristinn HU 812 ex Kristinn SH 812. Ljósmynd Jón Steinar 2025.

Jón Steinar tók þessar myndir af línubátnum Kristni HU 812 koma til hafnar í Grindavík í gær.

Kristinn var smíðaður í Trefjum í Hafnarfirði árið 2010 og er af gerðinni Cleopatra 50.

Báturinn var smíðaður fyrir útgerðarfélagið Rederij Dezutter í Belgíu og hét upphaflega Mayra Lisa. 

Útgerðarfélagið Breiðavík ehf. í Snæfellsbæ keypti bátinn til landsins árið 2013 og gaf honum nafnið Kristinn SH 812, síðar HU 812.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd