Svanur EA 14

7498. Svanur EA 14 ex Sigurveig EA 527. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2012.

Svanur EA 14 sem hér um ræðir var smíðaður hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 2001.

Upphaflega hét hann Vík SH 13 og var smíðaður fyrir  Útgerðarfélagið Kríli ehf. Grundarfirði.

Ári síðar var báturinn seldur norður í land og fékk nafnið Sigurveig EA 527 með heimahöfn á Akureyri.

Árið 2008 fær báturinn nafnið Svanur EA 14 með heimahöfn í Hrísey og þar var hann til ársins 2022

Þá fékk báturinn nafnið Hringur SI 34 með heimahöfn á Siglufirði en árið síðar var hann kominn vestur í Ólafsvík undir nafninu Lára SH 237.

Það var svo í vor sem báturinn fékk nafnið Siggi Arnfjörð SH 247 og heimahöfnin Ólafsvík.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd