
Gullberg VE 292 lætur hér úr höfn i Vestmannaeyjum um árið en Ufsaberg hf. keypti skipið þangað árið 2006.
Gullbergið hafði Ufsaberg ehf. keypt í Ástralíu en til Vestmannaeyja kom skipið vorið 2007 frá Danmörku þar sem unnið var að gagngerum endurbótum og breytingum á því.
Áður bar Gullbergið nafnið Riba 1 og var gert út frá Port Lincoln, um þrettán þúsund manna plássi á suðurströnd Ástralíu, um 650 kílómetrum vestur af Adelaide. (Ægir 4 tbl. 2007)
Gullberg var smíðað árið 2000 í Vaagland í Noregi og hét upphaflega Ole Kristian Nergård en fékk nafnið Riba 1 árið 2003.
Skipið er 37 metra langt, 10,4 metrar á breidd og mælist 599 T að stærð.
Gullberg var selt úr landi árið 2017 og var þá í eigu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution