
Snari ÞH 36 hét upphaflega Gustur BA 11 og var smíðaður árið 1953 af Aðalsteini E. Aðalsteinssyni í Hvallátrum.
Á vefnum aba.is segir m.a um Gust BA 11:
Stærð 4,80 brl. Smíðaár 1953. Fura og eik. Afturbyggður opinn súðbyrðingur.
Báturinn var smíðaður fyrir Andrés Andrésson, Hamri Múlahreppi sem átti hann í tvö ár en seldi hann þá til Flateyjar á Breiðafirði og bar báturinn þar sama nafn, Gustur BA-11.
Frá árinu 1968 hét báturinn Gustur ÞH-36, Húsavík.
Frá árinu 1984 hét hann Snari ÞH-36, Húsavík og það nafn bar báturinn þegar hann var felldur af skipaskrá 17. febrúar 1994 og afhentur Þjóðminjasafni Íslands til varðveislu.
Eigendur bátsins á Húsavík voru Jón Hannesson, Guðjón Björnsson og Hörður Arnórsson áttu hann saman og að lokum Óskar Axelsson.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution