Snari ÞH 36

5448. Snari ÞH 36 ex Gustur ÞH 36. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Snari ÞH 36 hét upphaflega Gustur BA 11 og var smíðaður árið 1953 af Aðalsteini E. Aðalsteinssyni í Hvallátrum.

Á vefnum aba.is segir m.a um Gust BA 11:

Stærð 4,80 brl. Smíðaár 1953. Fura og eik. Afturbyggður opinn súðbyrðingur. 

Báturinn var smíðaður fyrir Andrés Andrésson, Hamri Múlahreppi sem átti hann í tvö  ár en seldi hann þá til Flateyjar á Breiðafirði og bar báturinn þar sama nafn, Gustur BA-11. 

Frá árinu 1968 hét báturinn Gustur ÞH-36, Húsavík. 

Frá árinu 1984 hét hann Snari ÞH-36, Húsavík og það nafn bar báturinn þegar hann var felldur af skipaskrá 17. febrúar 1994 og afhentur Þjóðminjasafni Íslands til varðveislu. 

Eigendur bátsins á Húsavík voru Jón Hannesson, Guðjón Björnsson og Hörður Arnórsson áttu hann saman og að lokum Óskar Axelsson.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd