Aþena ÞH 305

2436. Aþena ÞH 505 ex Sigurvon ÞH 505. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025.

Grásleppubáturinn Aþena ÞH 505 kemur hér til hafnar á Húsavík í vikunni en kallarnir voru þá langt komnir með kvótann. Afli dagsins rúm þrjú tonn.

Aþena var smíðuð hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 2000 og hét upphaflega Gunnar Halldórs ÍS 195 með heimahöfn í Bolungarvík.

Frá árinu 2003 bar báturinn nafnið Sigurvon ÞH 67 með heimahöfn á Raufarhöfn og sama ár varð Sigurvon BA 267 með heimahöfn á Tálknafirði.

Á árinu 2005 varð Sigurvon ÞH 505 um tíma áður en báturinn fékk nafnið Aþena ÞH 505 sem hann ber enn þann dag í dag., Húsavík. 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd