Kristján HF 100 á landleið

2961. Kristján HF 100. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025. Hér er Kristján HF 100 á landleið til Grindavíkur í gærkvöldi baðaður geislum kvöldsólarinnar en hann var að veiðum rétt austan við Grindavík. Kristján HF 100 er yfirbyggður Cleopatra 46B beitningavélarbátur frá Trefjum sem var afhentur sumarið 2018. Báturinn er 14 metrar að lengd og mælist 30 brúttótonn. … Halda áfram að lesa Kristján HF 100 á landleið

Olíuskipið Keilir

2946. Keilir. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Olíuskipið Keilir er hér á ferðinni um Sundin á öðrum degi páska en hann er í eigu Olíudreifingar. Keilir var míðaður hjá Akdeniz skipasmíðastöðinni í Tyrklandi og kom til landsins í febrúarmánuði árið 2019. Keilir, sem leysti Laugarnes af hólmi í olíuflutningunum, siglir undir íslensku flaggi og er 496 … Halda áfram að lesa Olíuskipið Keilir