
Ásgeir SH 150 hét upphaflega Farsæll II EA 130 og var smíðaður fyrir Hríseyinga í Skipasmíðastöð KEA árið 1964.
Báturinn, sem er 18 brl. að stærð, var seldur til Húsavíkur síðar það ár og kom þangað í byrjun desember. Kaupandi var Útgerðarfélagið Vísir h/f sem nefndi bátinn Svan ÞH 100.
Um sögu bátsins má lesa á síðu Árna Björns Árnasonar, aba.is en í dag heitir hann Lundi RE 20 og er gerður út til siglinga með ferðamenn um Faxaflóa.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.