Jökull að draga netin

2991. Jökull ÞH 299 ex ex Nanoq GR 1-1. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025.

Jón Steinar tók þessar myndir í dag af Jökli ÞH 299 þar sem hann var að draga netin í Reykjanesröstinni.

Jökull var smíðaður í Noregi árið 1996 og er 962 GT að stærð. Lengd hans er 44 metrar og breiddin 10 metrar. 

Hann er útbúinn til línu- og netaveiða og gerður út af GPG Seafood á Húsavík. Heimahöfn Jökuls er á Raufarhöfn.

2991. Jökull ÞH 299 ex ex Nanoq GR 1-1. Ljósmyndir Jón Steinar Sæmundsson 2025

Færðu inn athugasemd