
Garðar GK 53 hét upphaflega Auðbjörg HU 6 frá Skagaströnd og var smíðaður árið 1973 í Skipavík hf. í Stykkishólmi.
Frá Skagaströnd fór báturinn á Hauganes við Eyjafjörð og varð Auðbjörg EA 22, þetta var árið 1977.
Árið 1988 var báturinn seldur til Keflavíkur þar sem hann fékk nafnið Ósk KE5 og síðar Ósk II KE 6.
Það var svo árið 1991 sem báturinn fékk nafnið Björgvin á Háteigi GK 26 og tveim árum síðar það nafn sem hann ber á myndinni.
Báturinn var með heimahöfn í Garðinum frá 1991 – 2013 en frá árinu 2003 hét hann Garðar GK 53.
Árið 2014 fékk Garðar einkennisstafina ÍS og númerið 275 en frá árinu 2018 hefur hann verið SH 272. Heimahöfnin Stykkishólmur.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution