Páll Jónsson GK 7

2957. Páll Jónsson GK 7. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2025.

Jón Steinar Sæmundsson tók þessar myndir fyrir utan Grindavík í dag þega Páll Jónsson GK 7 kom úr veiðiferð.

Svo segir Jón Steimar á fésbókarsíðu sinni, Báta og bryggjubrölt:

Konungur línuveiðaranna Páll Jónsson kom í land um miðjan dag í dag með fullfermi. Hann er degi á undan áætlun en Páll á fastan löndunardag á mánudögum.

Strákarnir á Páli stoppuðu rétt utan við Grindavík og tóku æfingu í því að setja út léttabátinn sem er liður í öryggisplani skipsins og þarf að framkvæma reglulega ásamt mörgum öðrum öryggiatriðum sem þarf að æfa reglulega.

Aflinn í þessum túr var um 430 kör sem gerir um 135 tonn og fékkst í fjórum lögnum austur í Meðallandsbugt sem gáfu allt frá tæpum 100 körum og upp í rúm 120 kör mest. Uppstaða aflans er þorskur, langa og ýsa.

Skipstjóri í þessum túr var Jónas Ingi Sigurðsson og hafði hann orð á því að þorskurinn væri boltafiskur með meðalþyngd upp á um 8 kíló.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd