
Háberg GK 299 er hér á siglingu í febrúarmánuði árið 2005 en Samherji keypti skipið til landsins haustið áður.
Hábergið, sem smíðað var 1979 og hét upphaflega Eldjárn, kom til Grindavíkur 1. desember 2004 eftir breytingar í Póllandi.
Eldjárn var seldur til Írlands árið 1991 og síðan til Hjaltlandseyja árið 1997 og þar fékk skipið nafnið Antartic.
Skipið stoppaði stutt við og var selt til dótturférlags Samherja í Póllandi haustið 2005. Kom síðar inn á íslenska skipaskrá um tíma sem Anders EA.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution