
Ásdís ÞH 136 kemur hér að landi á Húsavík sumarið 2014 en það var Barmur ehf. sem gerði hana út.
Ásdís, sem er af gerðinni Sómi 895, hét upphaflega Aðalbjörg Þ BA 399 og var smíðuð í Bátasmiðju Guðmundar árið 2003.
Aðalbjörg Þ hafði heimahöfn á Tálknafirði en var seld þaðan árið 2005. Nánar tiltekið til Grindavíkur þar sem báturinn fékk nafnið Auðbjörg GK 88. Báturinn var lengdur árið 2008.
Frá Grindavík fór báturinn til Ólafsvíkur árið 2010 þar sem hann fékk nafnið Nonni í Vík SH 89.
Það var svo árið 2013 sem hann kom til Húsavíkur og fékk nafnið sem hann ber á myndinni en ári síðar var báturinn seldur til Hríseyjar.
Þar fékk hann nafnið Erla Kristín EA 155 sem hann bar til ársins 2019. Þá fékk hann nafnið Brynja Dís ÍS 290.
Frá árinu 2020 hefur báturinn heitið Nonni SU 36 með heimahöfn á Djúpavogi. Heimild: aba.is
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution