Haugefisk kom á Sail Húsavík 2011

IMO 7705037. Haugefisk SF – B. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2011.

Norski báturinn Haugefisk kom til Húsavíkur þegar siglingahátíðin Sail Húsavík var haldin hér sumarið 2011.

Á heimasíðu hátíðarinnar sagði að að Hauge­fisk hafi verið smíðaður árið 1978 á skipa­smíðastöðinni H & E Nor­d­tvedt á Fusa í Hörðalandi.

Þar sagði jafnframt:

Skipið var notað til línu­veiða á tíma­bil­inu 1978-2005 og er eitt af fyrstu skip­un­um sem var smíðað fyr­ir þessa nýju tækni.

Árið 2005 var skipið und­anþegið úr­eld­ingu.

Í skip­inu er 660 hestafla sex­strokka Alpha dísel­vél. Eng­ar breyt­ing­ar hafa verið gerðar á skip­inu. Nýrri tækja­búnaður hef­ur verið fjar­lægður og það á að gera það upp svo það verði eins og það var um 1990.

Eig­andi í dag er Strandsafnið í Sogni og Fjörðunum (Kyst­mu­seet i Sogn og Fjor­da­ne) sem mun nota skipið sem safn, til menn­ing­armiðlun­ar og kennslu. Hauge­fisk á að vera fljót­andi menn­ing­ar­arf­ur og er full­trúi fyr­ir nú­tíma fisk­veiðisögu Nor­egs.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd