
Norski báturinn Haugefisk kom til Húsavíkur þegar siglingahátíðin Sail Húsavík var haldin hér sumarið 2011.
Á heimasíðu hátíðarinnar sagði að að Haugefisk hafi verið smíðaður árið 1978 á skipasmíðastöðinni H & E Nordtvedt á Fusa í Hörðalandi.
Þar sagði jafnframt:
Skipið var notað til línuveiða á tímabilinu 1978-2005 og er eitt af fyrstu skipunum sem var smíðað fyrir þessa nýju tækni.
Árið 2005 var skipið undanþegið úreldingu.
Í skipinu er 660 hestafla sexstrokka Alpha díselvél. Engar breytingar hafa verið gerðar á skipinu. Nýrri tækjabúnaður hefur verið fjarlægður og það á að gera það upp svo það verði eins og það var um 1990.
Eigandi í dag er Strandsafnið í Sogni og Fjörðunum (Kystmuseet i Sogn og Fjordane) sem mun nota skipið sem safn, til menningarmiðlunar og kennslu. Haugefisk á að vera fljótandi menningararfur og er fulltrúi fyrir nútíma fiskveiðisögu Noregs.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution