
Sæberg SU 9 hét upphaflega Jón Kjartansson SU 111 frá Eskifirði og var smíðaður fyrir samnefnt hlutafélag árið 1963.
Smíðin fór fram í Noregi og var báturinn 278 brl. að stærð.
Snemma sumars 1971 fékk báturinn nafnið Guðrún Þorkelsdóttir í skamman tíma en í júlí það ár fékk hann nafnið Sæberg SU 9. Eigandi Sæberg hf. á Eskifirði. Báturinn var endurmældur þetta sama sumar og mældist þá 226 brl. að stærð.
Sæberg var lengt og það yfirbyggt árið 1978 og mældist þá 275 brl. að stærð.
Sumarið 1986 fékk báturinn nafnið Eskfirðingur SU 9 og var í eigu Eskfirðings hf. á Eskifirði.
Eskfirðingur sökk á Héraðsflóa 14. júlí 1988 og bjargaðist áhöfnin yfir í Hólmaborg SU 11. Heimild: Íslensk skip
Báturinn átti heimahöfn á Eskifirði alla tíð en auk fyrrnefnda breyting þá var sett á hann perustefni og nýr nótakassi sumarið 1986.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution