Misje Verde á Skjálfanda

IMO 9927433. Misje Verde. Ljósmynd Víðir Már Hermannsson 2024.

Flutningaskipið Misje Verde kom til Húsavíkur í morgun og tók Víðir Már Hermannsson þessa mynd úr lóðsbátnum Sleipni.

Skipið er með hráefnisfarm fyrir kísilver PCC á Bakka.

Misje Verde var smíðað á Sri Lanka árið 2023 og siglir undir norsku flaggi. Heimahöfn skipsins er Bergen.

Skipið er 89,5 metra langt, breidd þess er 15,4 metrar og það mælist 3,492 GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd