Fróði ÁR 33

10. Fróði ÁRr 33 ex Arnarnes GK 52. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Hér er Fróði ÁR 33 frá Stokkseyri að draga netin um árið en hann hét upphaflega Arnarnes GK 52 og var smíðaður árið 1963 í Stálsmiðjunni hf.í Reykjavík.

Báturinn var 103 brl. að stærð og smíðaður fyrir Íshús Hafnarfjarðar hf. í Hafnarfirði. Hann var fyrsta stálfiskiskipið sem smíðað var á Íslandi.

Arnarnes GK 52 var selt Hraðfrystihúsi Stokkseyrar ofl. í desembermánuði 1973. Báturinn fékk nafnið Fróði ÁR 33 sem hann hét allt til enda en hann var tekinn af skipaskrá sumarið 2008. Seldur í brotajárn.

Báturinn gekk í gegnum breytingar á sínum tíma sem m.a fólust í nýrri brú, síðar var hann lengdur og yfirbyggður.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd