Krilo Tropic

IMO 9969546. Krilo Tropic í höfninni á Hvar. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024.

Þessi glæisilega tvíbytna á myndinni heitir Krilo Tropic og er að fara frá bryggju á eynni Hvar á Adríahafi.

Hvar tilheyrir Króatíu og siglir Krilo Tropic frá Split, þar sem hún á heimahöfn, og út í nærliggjandi eyjar.

Krilo Tropic, sem var smíðuð árið 2022, er 42 metra að lengd, 10 metra breið og mælist 44q GT að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd