Exploris One

IMO 8806747. Exploris One ex Silver Explorer. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024.

Skemmtiferðaskipið Exploris One kom til Húsavíkur í morgun og lagðist að Bökugarði.

Exploris One var smíðað í Rauma í Finnlandi árið 1989 og hét upphaflega Dream 21. Árið 2002 fékk það nafnið World Discoverer sem það bar til ársins 2008 er það fék nafnið Prince Albert II.

Því næst fékk skipið nafnið Silver Explorer en það var árið 2011 og núverandi nafn fékk skipið í lok síðasta árs.

Exploris One er 6,158 GT að stærð, lengd þess er 108,1 metrar en breiddin 15,55 metrar.

Skipið siglir undir fána Bahamas með heimahöfn í Nassau.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd