
Hér liggur uppsjávarveiðiskipið Jón Sigurðsson GK 62, við bryggju á Akureyri árið 1997 en þarna var sennilega búið að selja hann úr landi. Amk. var málað yfir GK 62 rétt eftir að myndin var tekin.
Haukur Sigtryggur sendi miða:
2275….Jón Sigurðsson GK 62…TF-SO. IMO: 7713008.
Skipasmíðastöð: Ulstein Hatlö A/S. Ulsteinvik 1978. 1997 = BRL: 1013 . BT: 1037. NT: 311. ML: 56,05. SL: 50,88. B: 10,40. D: 7,45. Mótor 1978 Deutz 2427 kw. 3301 hö.
Torbas M-35-HÖ. Útg: ? Ålasund. Noregi. (1978 – 1989). Kings Cross FR 380. Útg: ? Fraserburgh. Skotlandi. (1989 – 1996). Seldur til Íslands 28.03.1996. Jón Sigurðsson GK 62. Útg: Sigluberg h.f. Grindavík. (1996 – 1997). Seldur úr landi – tekinn af skrá 05.09.1997.
Jón Sigurðsson TN 1110. Útg: E. M. Shipping. Þórshöfn. Færeyjum. (1997 – 2004). Östanger H-121-AV. Útg: ? Noregi. (2004 – 2005). Morten Einar H-121-AV. Útg: ? Bergen. Noregi. (2005 – 2009). Quo Vadis R-86-K. Útg: Kopervík. Noregi. (2009 – 2012). Víkingbank R-86-K. Útg: ? (2012). Víkingbank 12-82.Útg: ? Marokkó. (2012 – 2018).
Spurning hvað varð um hann eftir 2028 eða hvort hann fór í brotajárn.
Þess má geta að Jón Sigurðsson var skráður á Íslandi um tveggja mánaða tíma árið 2000 undir einkennisstöfunum EA 110.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.