Hringur SH 277

582. Hringur SH 277 ex Hólmaröst SH 180. Ljósmynd Alfons Finnsson.

Hringur SH 277 kemur hér að landi í Ólafsvík um árið en þaðan var báturinn gerður út út um árabil.

Hringur var smíðaður í Hollandi árið 1955 og hét upphaflega Hringur SI 34. Hann var 61 brl. að stærð en báturinn var síðar lengdur og mældist þá 71 brl. að stærð.

Árið 1969 var báturinn seldur til Hafnarfjarðar þar sem hann hélt Hringsnafninu en varð GK 18. Hann var lengdur eins og fyrr segir en það var gert árið 1973.

Í ársbyrjun 1976 fékk báturinn nafnið Fengur RE 77 og ári síðar var hann kominn í Stykkishólm þar sem hann fékk nafnið Hólmaröst SH 180.

Það var svo í desember 1977 að báturinn fékk aftur Hringsnafnið og SH 277 með heimahöfn í Ólafsvík.

Árið 1994 var báturinn seldur norður á Þórshöfn þar sem hann fékk nafið Geir ÞH 150 þá var búið að slá honum út að aftan og mældist hann 75 brl. að stærð.

Aftur fór báturinn til Ólafsvíkur árið 2000 og fékk nafnið Guðmundur Jensson SH 717 sem breyttist í SH 417 árið 2004.

Ári síðar fékk báturinn sitt síðasta nafn, Hannes Andrésson SH 474, með heimahöfn í Grundarfirði

Hannes Andrésson fór í brotajárn til Danmerkur í október árið 2008.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd