Scenic Eclipse

 IMO 9797371. Scenic Eclipse. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024.

Skemmtiferðaskipið Scenic Eclipse lét úr höfn á Húavík nú undir kveld en skipið kom til hafnar rétt fyrir hádegi í gær.

Skipið var smíðað hjá Uljanik shipyard í Pula í Króatíu árið 2019.

Útgerðin er í Rijeka í Króatíu en skipið siglir undir fána Bahamaseyja með heimahöfn í Nassau.

Stærð þess er 17,454 GT., lengdin er 168 metrar og breiddin 21,5.

Útgerðin á einnig systurskipið Scenic Eclipse II sem kom hingað í fyrrasumar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd