Silver Endeavour á Skjálfanda

IMO 9821873. Silver Endeavour ex Crystal Endeavor.. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024.

Skemmtiferðaskipið Silver Endeavour kom í morgun inn á Skjálfanda og lagðist við stjóra fram undan Húsavíkurhöfðanum.

Silver Endeavor er 168 metra langt og 28 metra breitt og smíðaár er 2021. Það mælist 20.449 GT að stærð.

Skipið hét fyrsta árið Crystal Endeavour og kom þá einmitt til Húsavíkur í jómfrúarsiglingu sinni við Íslandsstrendur.

Silver Endeavour siglir undir fána Bahamas með heimahöfn í Nassau.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd