Cuxhaven kom til Akureyrar í dag

IMO 9782778. Cuxhaven NC 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024.

Það líður að sjö árum frá því við Haukur Sigtryggur tókum okkur far með Fanney EA 28 út á Eyjafjörð og til móts við Cuxhaven NC 100 sem þá var að koma í fyrsta skipti til Akureyrar.

Það var í nóvember árið 2017 og ég hef ekki myndað hann síðan fyrr en í dag þegar Cuxhaven kom til löndunar á Akureyri.

 Cuxhaven NC 100, sem hannað er af Rolls Royce, er 81,22 metra langur og 16 metra breiður smíðað í Mykleburst skipasmíðastöðinni í Noreg og afhent árið 2017.

Cuxhaven NC 100 er í eigu Deutsche Fischfang Union, dótturfélags Samherja í Þýskalandi. 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd