Afi Toni EA 127

5493. Afi Toni EA 127 ex Árni ÞH 127. Ljósmynd  Haukur Sigtryggur 2024.

Strandveiðibáturinn Afi Toni EA 127 kemur hér að landi á Dalvík fyrir skömmu en hann er með heimahöfn á Akureyri.

Afi Toni hét áður Árni ÞH 127 en Bragi Sigurðsson gerði hann út í árafjöld frá Húsavík.

Um Árna ÞH 127 var skrifað á síðuna í ársbyrjun 2019:

Árni ÞH 127 var smíðaður úr furu og eik af Svavari Þorsteinssyni skipasmið á Akureyri árið 1961. 

Samkvæmt vef Árna Björns á Akureyri hét báturinn upphaflega Hafræna EA 42. Því næst Bára ÞH 117 og að lokum Árni ÞH 127. Var reyndar skráður ÞH 227 um tíma.

Bragi Sigurðsson eigandi og útgerðarmaður Árna ÞH 127 seldi bátinn til Akureyrar í haust en hann hafði legið í Húsavíkurhöfn um hríð.

Eigandi bátsins samkvæmt skipaskrá er Rafröst ehf.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd