Þorlákur ÍS 15

2446. Þorlákur ÍS 15. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Þorlákur ÍS 15 var smíðaður í Póllandi og kom til heimahafnar í Bolungarvík í ágústmánuði árið 2000. Þorlákur, sem er 29 metrar að lengd, 7,5 metra breiður og 251 brúttótonn að stærð, hefur alla tíð verið gerður út frá Bolungarvík. Skipið var smíðað sem línuskip búið beitningarvél en síðar útbúið til … Halda áfram að lesa Þorlákur ÍS 15

Vestmann GK 21

7022. Vestmann GK 21 ex Óskar SK 13. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Strandveiðibáturinn Vestmann GK 21 kemur hér að landi í Sandgerði í upphafi maímánaðar en Tonan ehf. gerir hann út. Upphaflega hét báturinn Kristín Finnbogadóttir BA 95 frá Patreksfirði og var smíðaður hjá Bátasmiðjunni Mótun hf. í Hafnarfirði árið 1988. Árið 2001 fékk báturinn … Halda áfram að lesa Vestmann GK 21