Sjöstjarnan VE 92

760. Sjöstjarnan VE 92 ex Tjaldur VE 291. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Sjöstjarnan VE 92 var smíðuð í Danmörku árið 1949 og var 53 brl. að stærð.

Í Íslensk skip segir að að báturinn hafi verið skráður í Vestmannaeyjum í desember árið 1952 og þá undir nafninu Tjaldur VE 291. Eigendur Kjartan Ólafsson, Anders Bergesen Hals og Margrét Sigurðardóttir.

Í byrjun árs 1963 kaupir Höfn hf. bátinn og fær hann nafnið Sjöstjarnan 92. Árið 1960 hafði verið sett ný vél í bátinn, 330 hestafla Völund.

Báturinn var seldur Haraldi Traustasyni árið 1976 og ári síðar sett í hann 370 hestafla Cummins aðalvél.

Báturinn var dæmdur ónýtur og honum sökkt árið 1989.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd