IMO 9213727. Airisto siglir inn Skjálfanda í kvöldsólinni. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Finnska flutningaskipið Airisto kom til Húsavíkur í kvöld og lagðist að Bökugarðinum þar sem hráefnisfarmi fyrir kísilver PCC á Bakka verður skipað upp. Skipið var smíðað í Hollandi árið 2000 og hefur áður borið nöfnin Malte Rambow 2000-2003, Annalisa frá 2008-2013 og Ara … Halda áfram að lesa Airisto kom til Húsavíkur í kvöld
Day: 9. maí, 2024
Herborg HF 67
6429. Herborg HF 67 ex Eva HF 67. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Herborg HF 67 hét upphaflega Árni Gunnlaugsson ÓF 15 og var smíðuð árið 1982 og hafði smíðanúmer 69 frá Baldri Halldórssyni skipasmið á Hlíðarenda við Akureyri. Bátnum hefur verið breytt nokkuð sem og heitið mörgum nöfnum í gegnum tíðina en frá árinu 2020 … Halda áfram að lesa Herborg HF 67
Alla GK 51
7105. Alla GK 51 ex Alla SH 142. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Strandveiðibáturinn Alla GK 51 hét upphaflega Leiknir RE 201 og var smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 1988. Báturinn hét upphaflega Leiknir RE 201 og hét svo fyrstu tvö árin. Þá varð Leiknir AK 24 með heimahöfn á Akranesi. Síðar sama ár fékk … Halda áfram að lesa Alla GK 51


