Wilson Thames

IMO 9177894. Wilson Thames ex Hestia. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024.

Flutningaskipið Wilson Thames var við bryggju á Akureyri í dag en skipið kom með 900 tonn af hveiti og 1200 tonn af byggi til Bústólpa.

Skipið, sem er 90 metra langt, 12 metra breitt og mælist 1,846 brúttótonn að stærð, var smíðað í Rúmeníu árið 2000 og hét áður Hestia.

Það siglir undir fána Barbadoseyja með heimahöfn í Bridgetown.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd