Þórður ÞH 92

5476. Þórður ÞH 92. Ljósmynd Pétur Jónasson.

Þórður ÞH 92 var smíðaður fyrir Viðar Þórðarson árið 1961 af Jóhanni Sigvaldasyni bátasmið á Húsavík.

Myndin kemur úr safni Péturs Jónassonar ljósmyndara á Húsavík.

Báturinn var 3,51 brl. að stærð, smíðaður úr furu og eik. Búinn 33 hestafla Volvo Pentavél.

Hér má lesa sögu Þórðar en í stuttu máli var hún svona á Húsavík:

Viddi kaupir hann 62, selur Sedda 66, Seddi selur Trausta Jóns og Heimi Bessa 76 sem selja Krók 78 sem selur Vidda Þórðar 1983. Viddi seldi bátinn suður 1987. Eftir það fer hann á milli manna fyrir sunnan ýmist í Reykjavík eða á Suðurnesjum. Er skráður á Ísafirði 1997.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd