Valdimar GK 195

2354. Valdimar GK 195 ex Vesturborg GK 195. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024.

Línuskipið Valdimar GK 195 sem Þorbjörn hf. í Grindavík gerir út kom til hafnar í Hafnarfirði í kvöld og þá voru þessar myndir teknar.

Valdimar var smíðaður í Noregi 1982 og lengdur 1987.

Valdimar ehf. í Vogum á Vatnsleysuströnd keypt skipið til landsins 1999 og fékk það nafnið Vesturborg GK til að byrja með en fékk síðan Valdimarsnafnið. 

Valdimar, sem er 569 BT að stærð, bar nöfnin Vestborg, Aarsheim Senior og Bömmelgutt í Noregi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd