Jóhanna Margrét SI 11

163. Jóhanna Margrét SI 11 ex Jóhanna Margrét HU 130. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Jóhanna Margrét SI 11 hét upphaflega Vinur ÍS 102 og var smíðaður fyrir Hnífsdælinga í Þýskalandi árið 1960.

101 brl. að stærð í upphafi en síðar mældur niður í 88 brl. en það var gert árið 1974.

Vinur fékk nafnið Páll Pálsson ÍS 101 árið 1963.

Báturinn var seldur til Vestmannaeyja árið 1967 þar sem hann fékk nafnið Hamraberg VE 379.

Eftir það bar hann mörg nöfn en Haukur Sigtryggur sendi miða:

0163….Vinur ÍS 102… TF-ZY. Skipasmíðastöð: VEB Volkswerft » Ernst Thälmann « Brandenburg. Austur Þýskalandi. 1960. 1963 = Brúttó: 101. U-þilfari: 80. Nettó: 32. Lengd: 22,90. Breidd: 6,04. Dýpt: 2,79. 

Smíðaður eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Mótor 1960 MWM 400 hö. Ný vél 1981 Cummins 456 kw. 620 hö. Ný vél 1987 Cummins 504 kw. 685 hö. 

Vinur ÍS 102. Útg: Katlar h.f. Hnífsdal. (1960 – 1963). Páll Pállsson ÍS 101. Útg: Katlar h.f. Hnífsdal. (1963 – 1967). Hamraberg VE 379. Útg: Katlar h.f. Vestmannaeyjum. (1967 – 1974). Valdimar Sveinsson VE 22. Útg: Sveinn Valdimarsson. Vestm. (1974 – 1977). 

Eldhamar GK 72. Útg: Ólafur A. Þórðarsson. Grindavík. (1977 – 1979). Eldhamar GK 13. Útg: Ólafur A. Þórðarsson. Grindavík. (1979 – 1982). Klængur ÁR 2. Útg: Meitillinn h.f. Páll Jónsson. Þorlákshöfn. (1982 – 1988). Tindafell SH 21. Útg: Hraðfrystihús Ólafsvíkur h.f. Ólafsvík. (1988 – 1991). Tindafell SH 21. Útg: Tungufell h.f. Ólafsvík. (1991 – 1992). Skarphéðinn RE 317. Útg: Hrólfur Gunnarsson. Reykjavík. (1992). Skarphéðinn RE 317. Útg: Sjóli h.f. Reykjavík. (1992 – 1995). Skarphéðinn RE 317. Útg: Hrólfur Gunnarsson. Reykjavík. (1995). 

Sæberg ÁR 20. Útg: Flesjar h.f. Þorlákshöfn. (1995 – 1997). Háhyrningur BA 233. Útg: Hyrnó ehf. Patreksfirði. (1997 – 2000). Helganes ST 11. Útg: Bæjarfell ehf. Hólmavík. (2000 – 2001). Eyjaberg GK 130. Útg: Bæjarfell ehf. Garður. (2001 – 2002). Eyjaberg SK 130. Útg: Bæjarfell ehf. Húsavík. (2002 – 2003). Jóhanna Margrét HU 130. Útg: Bæjarfell ehf. (2003 – 2004). Jóhanna Margrét SI 11. Útg: Marberg ehf. Hafnarfirði. (2004). Jóhanna Margrét SI 11. Útg: Marberg ehf. Njarðvík. (2005 – 2011). 

Rifin í Njarvíkurslipp Sept 2010.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd