Skýjaborgin #3

7455. Skýjaborgin ÞH 118 ex Hlöddi NS 98. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hér kemur mynd af þriðju og síðustu Skýjaborginni ÞH 118 sem gerð var út frá Húsavík.

Hinar tvær fyrri áttu saman Júlíus Bessason og Sölvi Jónsson en þessa átti Júlíus einn og keypti hana frá Bakkafirði árið 2006.

Upphaflega hét báturinn, sem smíðaður var í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1996, Kristín SH 377. Bar reyndar nafnið Sómi HF 100 um tíma eftir að smíðinni lauk.

Árið 2004 var báturinn kominn til Vestmannaeyja þar sem hann fékk nafnið Hlöddi VE 98. Tveim árum síðar var hann skráður á Bakkafirði sem Hlöddi NS 98 en það var ekki lengi því sama ár var hann keyptur til Húsavíkur.

Frá Húsavík fór báturinn árið 2015 en þá var hann seldur til Vopnafjarðar þar sem hann fékk nafnið Marvin NS 550.

Það nafn ber hann enn þann dag í dag.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd