Treville við Norðurgarðinn

IMO 9815331. Treville. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024.

Hér gefur að líta hollenska flutningaskipið Treville við Norðurgarðinn í morgun.

Varðskipið Freyja kom með skipið í togi til Húsavíkur í gærkveldi en það varð vélarvana við Melrakkasléttu.

Treville var smíðað árið 2018 í Kína og er 89.9 metra langt. Breidd þess er 14,8 metrar og það mælist 3,415 GT að stærð.

Heimahöfn Treville er Sceemda í Hollandi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd