Gunnjón GK 506

1625. Gunnjón GK 506. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Gunnjón GK 506 liggur hér í höfn í Njarðvík um árið en hann var einmitt afhentur frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur í sumarbyrjun árið 1982.

Í Morgunblaðinu 30. maí 1982 sagði m.a svo frá:

Gunnjón GK 506 nefnist nýtt 271 smálestar liskiskip sem Skipasmíðastöð Njarðvíkur afhenti i gærkvöldi, en eigendur skipsins eru Gaukstaðir hf. i Garði.

Gunnjón er búinn 800 hestafla Callessen-aðalvél og tveimur 180 hestafla Cummings-ljósavélum. Skipið er útbúið fyrir línu-, neta-, troll- og nótaveiðar.

Þorsteinn Baldvinsson, framkvæmdastjóri hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að skipasmíðastöðin hefði keypt skrokkinn af Gunnjóni frá Noregi og kom skrokkurinn til landsins í byrjun janúar. Um leið og skrokkurinn kom, var sett á hann brú og þilfarshús og hafist handa við að innrétta skipið strax.

Eldur kom upp í Gunnjóni sumarið 1983 þar sem hann var að rækjuveiðum um 60 sjómílur norður af Horni. Þrír skipverjar létust en sjö komust af.

Útgerðarfélagið Barðinn hf. í Kópavogi keypti Gunnjón haustið 1987 og nefndi Ljósfara HF 182. Pétur Stefánsson keypti skipið árið 1990 og nefndi Stefán Þór RE 77.

Það var svo sumarið 1992 sem skipið fékk sitt síðasta nafn á íslenskri skipaskrá. Þá keyptu hjónin Sólveig Edda Bjarnadóttir og Jón Gunnar Helgasoná Höfn skipið og nefndu Jónínu Jónsdóttur SF 12.

Jónína Jónsdóttir SF 12 var seld til Noregs árið 1995 þar sem hún fékk nafnið Veidar með heimahöfn í Álasundi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd