Seley ÞH 381

1076. Seley ÞH 381 ex Guðrún Þorkelsdóttir SU 211. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Seley ÞH 381 heldur hér til rækjuveiða sumarið 2004 en það var Íshaf hf.á Húsavík sem gerði hana út.

Upphaflega hét skipið Helga Guðmundsdóttir BA 77 og var smíðuð í skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts á Akranesi.

Hún var smíðuð fyrir Vesturröst hf. á Patreksfirði og kom ný til heimahafnar 9. mars árið 1969.

Helga Guðmundsdóttir BA 77 var yfirbyggð í Njarðvík árið 1977.

Árið 1982 er skipið selt til Eskifjarðar þar sem það fékk nafnið Guðrún Þorkelsdóttir SU 211. Eigandi Hólmaborg hf. en síðar Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. og enn síðar Eskja hf. 

Í febrúarmánuði árið 1997 kom skipið úr miklum breytingum frá Póllandi. Það var m.a lengt um átta metra, skipt um brú, settur bakki á það og skutnum slegið út. Við þessar breytingar jókst burðargeta skipsins úr 700 tonnum í 1000.

Árið 2004 kemur skipið til Húsavíkur í stórum skipapakka sem Íshaf hf. gerði út um tíma til rækjuveiða. Það stóð ekki lengi en skipið fékk nafnið Seley ÞH 381.

Vísir hf. í Grindavík eignast skipið árið 2005 og breytir því í línuskip. Fær nafnið Jóhanna Gísladóttir ÍS 7, síðar GK 557.

Í dag heitir skipið Jóhanna BA 107 og er með heimahöfn á Bíldudal. Útgerð Skeggi ehf. sem gerir það út sem þjónustuskip við fiskeldi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd