Valberg VE 10

127. Valberg VE 10 ex Kristbjörg II HF 75. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Valberg VE 10 hét upphaflega upphaflega Guðbjartur Kristján ÍS 280 frá Ísafirði.

Báturinn var smíðaður fyrir Eir hf. í Flekkefjord í Noregi árið 1964 og mældist 194 brl. að stærð samkvæmt þeirra tíma mælingum.

Árið 1967 kom nýr Guðbjartur Kristján ÍS 20 til Ísafjarðar fékk þessi nafnið Víkingur III ÍS 280 sem hann bar lengi vel.

Hér má lesa nánar um bátinn en árið 2006 var hann komin í eigu Vaktskipa og fékk nafnið Valberg VE 10 og ári síðar Valberg II VE 105.

Báturinn fór í brotajárn árið 2008 og var brytjaður niður í Njarðvík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd