Öxarnúpur ÞH 162

1538. Öxarnúpur ÞH 162 ex Eldhamar II GK 14. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Öxarnúpur ÞH 162 frá Raufarhöfn kemur hér til hafnar á Húsavík um árið en hann var í eigu Jökulls hf. á árunum 1992 til 2004.

Öxarnúpur hét upphaflega Tjaldur SU 115 og var smíðaður árið 1979 hjá Trésmíðaverkstæði Austurlands hf. á Fáskrúðsfirð. 

Báturinn, sem var 17 brl. að stærð, bar fjölmörg nöfn í gegnum tíðina en síðasta nafn bátsins var Saga SU 606.

Sögu bátsins má lesa hér en hann var tekinn af skipaskrá árið 2020.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd