5330. Brynja ÞH 295 ex Anna ÞH 295. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Brynja ÞH 295, sem hér sést á siglingu við Húsavík, hét upphaflega Hafrún EA 135 frá Hauganesi. Báturinn, sem var um 2,5 brl. að stærð, var smíðaður árið 1959 af Svavari Þorsteinssyni skipasmið á Akureyri. Frá Hauganesi fór báturinn til Húsavíkur árið 1970 og … Halda áfram að lesa Brynja ÞH 295
Day: 11. mars, 2024
Sléttunúpur ÞH 272
1739. Sléttunúpur ÞH 272 ex Gústi í Papey SF 88. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Sléttunúpur ÞH 272 er hér við bryggju á Húsavík en í íslenska flotanum hét báturinn upphaflega Sigrún ÍS 900. Báturinn bar síðar nöfnin Geir SH 217 og Gústi í Papey SF 88 en þegar hann var keyptur til Raufarhafnar árið 1995 fékk … Halda áfram að lesa Sléttunúpur ÞH 272
Sigrún ÍS 900
1739. Sigrún ÍS 900 ex Jarvsaar. Ljósmynd Hafþór Hreiðasson Sigrún ÍS 900 liggur hér við bryggju hjá skipasmíðastöð Þorgeirs & Ellerts á Akranesi. Í 3 tbl. Ægis 1988 segir m.a: 14. ágúst 1986 kom nýtt fiskiskip til Ísafjarðar, m/s Sigrún ÍS 900, sem keypt var notað frá Finnlandi. Skip þetta, sem áður hét Jarvsaar, er smíðað hjá Valmet Oy, Kotka Shipyard, Kotka í Finnlandi árið 1979 (afhent í mars) og er … Halda áfram að lesa Sigrún ÍS 900


