Stakkavík ÁR 107

247. Stakkavík ÁR 107 ex Hugrún ÍS 7. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Stakkavík ÁR 107 liggur hér við bryggju í Hafnarfirði um árið en upphaflega og lengst af hét báturinn Hugrún ÍS 7.

Hugrún ÍS 7 var smíðuð í Svíþjóð árið 1964 og mældist 206 brl. að stærð en var endurm´ld árið 1970. Eftir þá mælingu var hún 168 brl. að stærð.

Það var Einar Guðfinnsson hf. í Bolungarvík sem lét smíða bátinn og átti til ársins 1987.

Þá var báturinn seldur Bakkafiski hf. á Eyrarbakka sem nefndi hann Stakkavík ÁR 107 gerði út í um tvö ár.

Stakkavík var seld og fór í úreldingu fyrir Andey SU 210 sem kom til Breiðdalsvíkur árið 1989.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd