
Kristján S SH 23 frá Grundarfirði kemur hér að landi í Reykjavík um árið en hann var gerður út af Kristjáni og Sigurði Runólfssonum.
Báturinn, sem var 38 brl. að stærð, hét upphaflega Goðaborg SU 40 frá Breiðdalsvík. Smíðaður í Skipasmíðastöð Kristjáns Nóa Kristjánssonar á Akureyri árið 1948.
Fram kemur á vefnum aba.is að báturinn var smíðað á vegum ríkissjóðs eftir teikningu Þorsteins Daníelssonar en seldur Goðaborg hf. Breiðdalsvík í árslok 1949, sem átti bátinn í fimm ár.
Nöfnin sem báturinn bar eru Reynir II NK 47, Ragnar Bjarnason RE 27, Kópur RE 27, Kópur SH 132, Guðrún Jónsdóttir ÍS 267, Sigurður Þorkelsson ÍS 267, Kolbrún ÍS 267, Kristján S. SH 23, Kristján HU 123 og loks Sædís ÁR 9.
Seldur úr landi og afskráður 20. mars 1995.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution