Flatey ÞH 383

1752. Flatey ÞH 383 ex Gissur ÞH 37. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004.

Rækjutogarinn Flatey ÞH 383 er hér að fara til veiða þann 6. ágúst árið 2004 og gott ef Mærudagarnari voru ekki að bresta á.

Flatey var í eigu Íshafs árin 2003 til 2005 en var þá seld til Vestmannaeyja þar sem hún fékk nafnið Brynjólfur VE 3. Fór í brotajárn árið 2022.

Upphaflega Gissur ÁR 6 í eigu Ljósavíkur í Þorlákshöfn. Smíðaður hjá Þorgeir & Ellert h.f. Akranesi árið 1987.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd