
Rækjubáturinn Nökkvi ÞH 27 frá Grenivík kemur hér til hafnar á Húsavík haustið 2015.
Upphaflega hét Nökkvi Guðlaugur Guðmundsson SH 97 frá Ólafsvík og síðan lengi vel Smáey VE 144.
Í Morgunblaðinu þann 8. ágúst árið 1983 sagði m.a svo:
Eitt nýjasta og fullkomnasta skip íslenzka flotans, Guðlaugur Guðmundsson SH 97, hefur verið keypt til Vestmannaeyja og verður það afhent þangað á næstu dögum.
Skipið, sem er 160 lestir að stærð, er eins árs, en það var smíðað hjá Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar á Ísafirði.
Skipið er tveggja þilfara, smækkuð mynd af skuttogara og gert fyrir tog, neta- og línuveiði. Guðlaugur Guðmundsson var gerður út frá Vestmannaeyjum sl. vetur og aflaði vel.
Kaupendur eru Ísfélag Vestmannaeyja, Bergur-Huginn og aflaklóin Logi Snædal Jónsson skipstjóri. Kaupverð skipsins er 97 milljónir króna.
Smáey VE 144 var lengd hjá Vélsmiðjunni Stál á Seyðisfirði árið 1998.
Sumarið 2003 keypti Bergur-Huginn Björn RE 79 og nefndi Smáey VE 144, gamla Smáey fór upp í og fékk nafnið Björn RE 79.
Haustið 2004 var Björn RE 79 seldur til Grundarfjarðar þar sem hann fékk nafnið Þorvarður Lárusson SH 129. Eldra skip með sama nafni gekk upp í kaupin og fékk nafnið Straumur RE 79.
Það var svo árið 2013 sem báturinn fékk nafnið Nökkvi ÞH 27 og heimahöfn á Grenivík, útgerð Nóntangi ehf.
Nökkvi ÞH 27 var seldur úr landi árið 2018.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution